þriðjudagur, 25. september 2007

Læra læra...

Jæja nýtt blogg. Ákvað að blogga núna vegna þess að það er ekki nokkur fræðilegur möguleiki á því að ég hafi einbeitingu né þolinmæði í að læra efnafræðina núna, sem ég á að vera að gera.
Hversu mörg Sn atóm þarf að raða hlið við hlið til að ná yfir lengdina 6,0 míkrómetra?
Ég bara veit það ekki.
Tók reyndar efnafræðipróf í síðustu viku og fékk 9, var mjög ánægð með það. Hinsvegar gekk stærðfræðiprófið sem ég hélt að mér hefði gengið svo vel í ekki eins vel, 6,6. :/ Þessi stærðfræði er bara rugl. Gekk líka voða lítið að reikna heima í dag, tók næstum allan daginn í það og svo var bara helmingurinn vitlaus.
Það verður brjálað að gera í næstu viku: mánud-stærðfræðipróf + leiklistarnámskeið; þriðjudag-tónfr. + leiklist; miðvikud.- píanó; fimmtud.- jarðfr. Próf; föstud- kjörbókarpróf í dönsku og hlustun og greining. Síðan var íslenskukennarinn að pæla í að skella einu prófi einhver staðar þarna inn á milli. Það er líka sögupróf núna á föstud. Þannig að þegar ég er ekki í tónó eða skólanum sit ég á rassinum heima og læri meira....enginn tími fyrir nokkra hreyfingu þannig að ég verð sennilega
nokkuð íturvaxin um jólin :P hah vona ekki.
En það var líka busaferð um helgina. Það var svakalega gaman. Ekki mikið sofið. Sumir sem sváfu bara ekkert en ég náði að sofna um 5.30 og vaknaði svo 7.30. Þá er öllu busastandi lokið og við erum loksins orðin að nýnemum. :D


Sakna sumarsins..

Nú er klukkan orðin nógu margt til að ég geti haldið áfram að læra. Back to the efnafræði.

góða nótt ;*;*
-ása

2 ummæli:

Elva sagði...

Vá thetta er thokkalegt plan fyrir næstu viku. En veit thú getur thetta ;) Litla sys alltaf ad verda meira og meira dama, med 100 bolta í lofti (segir madur thad á íslensku..?) og fer í svefnlausar bekkjarferdir :O En thú ert best og svo dugleg og ég hlakka til ad heyra um brjálædisvikuna. Áfram Ása -know you can do it!

Mikhael sagði...

Flottar myndir :)
Hei, tékkið á blogginu hans Arons í kvikmyndafræðinni:
aronmovieman.blogspot.com