mánudagur, 17. september 2007

Mánudagur

Ég á víst að vera að læra núna en...geri það eftir smá ;) Það var afskaplega gaman í skólanum í dag, stærðfræðipróf og svona, gekk bara vel. Ég ætla að fara á leiklistarnámskeið í skólanum sem leikfélagið sér um. Það verður alveg lærður leikstjóri að kenna, þetta verður svona "alvöru" og við höfum þá pínu séns á að komast í leikfélagið, sem heitir Herranótt. Þess má geta að Herranótt er elsta leikfélagið á Norðurlöndunum. :D (ég held það, allavega elsta eitthvað :S)
Í gær fór ég uppá Esjuna með skólanum. Það var í boði fyrir alla sem vildu hækka hlaupaeinkunina sína um 2 heila!! Auðvitað gerir maður það :P Og viti menn, það er kominn snjór í Esjuna! :| Lentum meira að segja í pínu hagléli á leiðinni niður. Í tilefni af því ætla ég að skella inn nokkrum myndum af því þegar ég fór í fjallgöngu með Siggu, Valgerði, Alexíu og Fanndísi í sumar. (Því miður voru engar myndir teknar af Siggu og Fanndísi því við týndum þeim á leiðinni upp.)

Alexía og Valgerður á toppnum.

Við Alexía hressar. :)


Á leiðinni niður.

Við vorum komnar alveg fyrir ofan skýin.


Fórum svo í gegnum skýin á leiðinni niður. :P

Þetta var rosalega skemmtileg Esjuferð. :)
En lærdómurinn kallar...
Bæbæ
Kv. ása

2 ummæli:

Unknown sagði...

Rosalega flottar myndir, sérstaklega sú efsta. P

Elva sagði...

Hei vá en skemmtilegar myndir! Og Peter (tengdó) var einmitt ad spyrja hvenær kæmi snjór í Esjuna. Thá veit madur svarid :p frábært med leiklistarnámskeidid!
Knúhúhús Elva sys